Umhverfið

Eru rafbílar betri fyrir umhverfið?

Vaxandi áhyggjur eru af loftslagsbreytingum, sem hefur skapað áhuga á heimsvísu um að draga úr kolefnislosun. Þetta þýðir að rafbílar verða sífellt meira aðlaðandi og rafbílar eins og MG ZS EV hafa getið sér gott orð fyrir að vera sjálfbær lausn við núverandi umhverfismálum. Eru rafbílar samt betri fyrir umhverfið og eiga þeir skilið „hreina“ merkið sem fylgir þeim?

Hvernig eru rafbílar betri fyrir umhverfið?

Helsti kostur rafbíla er sá að þeir valda næstum því engri losun við akstur, þar sem þeir eru ekki með púströr. Þetta getur dregið úr loftmengun í bæjum og borgum þar sem rafbílar framleiða um það bil 17-30% minna af gróðurhúsalofttegundum á endingartíma sínum samanborið við bensín- eða dísilbíla, samkvæmt skýrslum Umhverfisstofnunar Evrópu.

Forest Front 11

Rafbílar eru einnig skilvirkari í þessum samanburði. Rannsókn innan ESB leiddi í ljós að rafbíll sem notar rafmagn sem fengið er úr olíuknúinni stöð myndi aðeins nota tvo þriðju orku bensínbifreiðar sem myndi aka sömu vegalengd. Þetta þýðir að rafbílar skapa minni losun gróðurhúsalofttegunda þar sem þeir þurfa minna eldsneyti til að framleiða orku.

Myndun gróðurhúsalofttegunda hefur sömu neikvæðu áhrif á umhverfið, hvort sem hún fer fram í þéttbýli og er frá bíl eða orkuveri. Bein áhrif á heilsu manna eru þó töluvert minni þegar þessar lofttegundir myndast utan þéttbýlis, fjarri vegum við heimili, almenningsgarða, skóla og aðalgötur.

Eru rafhlöður rafbíla slæmar fyrir umhverfið?

Einn mesti ávinningur þess að eiga rafbíl er að þeir eru ódýrari í rekstri en bensín- eða dísilbílar þökk sé þeirri staðreynd að þeir eru knúnir áfram af rafhlöðu. En hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér hversu slæmar þessar rafhlöður eru fyrir umhverfið?

Framleiðsluferli rafbíla hefur í för með sér meiri losun en framleiðsluferli hefðbundinna bíla. Þetta er vegna þess að ýmiss konar sjaldgæfir jarðmálmar eru notaðir við smíði rafhlöðunnar. Vinnsla og meðhöndlun þessara sjaldgæfu jarðmálma stuðlar að losun gróðurhúsalofttegunda. Þrátt fyrir þetta eru rafbílar góðir fyrir umhverfið vegna þess að tækniframfarir og hagkvæmni í greininni mun verða til þess að losun þeirra mun minnka eftir því sem rafbílar verða almennari.

Einnig er endurvinnslumarkaður fyrir rafhlöður rafbíla að vaxa hratt og því hefur verið spáð að iðnaðurinn muni njóta góðs af þessu. Aukin þörf er á tækniframförum í framleiðslutækni og því ferli að endurheimta og endurnýta verðmæta málma í rafhlöðum sem hafa lokum á endingartíma. Þetta hjálpar til við að draga úr umhverfisáhrifum varðandi framleiðslu rafhlaða þar sem minna er treyst á námuvinnslu og framleiðslu nýrra rafhlaða.

MG EZS14477 RGB

Hvað um hávaðamengun?

Annar umhverfislegur hagur rafbíla er að þeir eru mun hljóðlátari en venjulegir bílar. Þetta hjálpar til við hávaðamengun í þéttbýli þar sem ökuhraði hefur tilhneigingu til að vera lítill og kyrrstaða er algeng.

Eru rafbílar í heildina betri fyrir umhverfið?

Já. Rafbílar eins og MG ZS EV hafa yfirburði yfir hefðbundna bensín- eða díselbíla hvað varðar umhverfisáhrif. Rafbílar losa minna á endingartíma sínum samanborið við hefðbundna bensín- eða dísilbíla. Nú þegar endurnýjanleg orka fer vaxandi og stöðugar tækniframfarir eiga sér stað í framleiðslu verður framleiðsluferlið óhjákvæmilega vandaðra og sjálfbærara. Evrópsk stjórnvöld eru einnig í auknum mæla að greiða fyrir notkun rafbíla þar sem þeir munu án efa gegna stóru hlutverki við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samgöngum. Þegar þetta er allt haft í huga er orðið ljóst að rafbílar eru framtíð samgangna.

Finna
MG-umboðsaðila

Umboðsaðili
Þjónusta
${searchError}

${ selectedStore.title }

${ selectedStore.street }
${ selectedStore.zip } ${ selectedStore.city }
${ selectedStore.email }