MG EHS
Tengiltvinnbíll
Frá 6.190.000 kr.
Afgerandi og sportlegt útlit MG EHS-tengiltvinnbílsins og rúmgott innanrými með hugvitsamlegum búnaði gera þér auðvelt fyrir að setjast inn og aka af stað. Slakaðu á í rúmgóðum sætum á meðan snjalltæknin okkar tryggir þægilegan akstur. Tvær útfærslur MG EHS-tengiltvinnbílsins – Comfort og Luxury – tryggja að allir finna bíl við sitt hæfi.
Við leggjum höfuðáherslu á öryggi í allri okkar hönnun. Tengiltvinnbíllinn er með sömu sterkbyggðu yfirbyggingu og bensínútfærslan, auk MG Pilot og annarra öryggisráðstafana fyrir háspennubúnað sem tryggja öryggi enn frekar.*
* Bensínútfærsla MG EHS hefur náð fimm stjörnu hámarkseinkunn í árekstrarprófunum Euro NCAP sem er leiðandi aðili á sviði umferðaröryggis. Bíllinn, sem hannaður og þróaður er með fjölbreyttum akstur- og árekstraröryggiskerfum, náði framúrskarandi árangri í nýjustu árekstrarprófunum Euro NCAP en þær eru þær ströngustu og ítarlegustu sem fram hafa farið.
Rafhlöðusamstæða
Þrátt fyrir að rafhlöðusamstæðan sé minni en í bílum sem ganga aðeins fyrir rafmagni er gerð sama krafa um öryggi, auk þess sem hún uppfyllir ýmsa öryggisstaðla: IP67 fyrir vatnsheldni, US UL2580-staðal fyrir rafhlöðuöryggi, sérkröfur ESB EES R100 EV, kröfur UN38.3 um öryggi í samgöngum.

360° myndavél
360 gráðu myndavél útilokar blindsvæði: hvort sem verið er að beygja hægt eða bakka bílnum.
Stíf yfirbygging
Notkun mjög stífs og heitvalsaðs stáls í yfirbyggingu bílsins tryggir styrk hans og eykur öryggi farþega.
Mikil afköst mótors og vélar með forþjöppu og framúrskarandi stilling undirvagns
tryggja akstursánægju í MG EHS Plug-in Hybrid.
Rafrænt XDS-mismunadrif
Örugg stjórn í beygjum. Rafrænt XDS-mismunadrif MG EHS Plug-in Hybrid vinnur gegn undirstýringu og dregur úr aflmissi.
Öflug aflrás
122 ha. hámarksafl mótors + 162 ha. hámarksafl vélar + 230 Nm hámarkstog mótors + 250 Nm hámarkstog vélar = MG EHS Plug-in Hybrid kemst úr 0 í 100 km/klst. á innan við 6,9 sekúndum, sem er mesta hröðun í flokki sambærilegra bíla.
Öflug vélin og sparneytinn rafmótorinn tryggja að þú losar minni koltvísýring án þess að það komi niður á drægi. Hugvitsamleg stjórntölva og 10 þrepa skipting MG EHS Plug-in Hybrid auka sparneytni og minnka losun án þess að skerða akstursánægjuna.
Lítil eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings
Einstaklega sparneytin vél með beinni innspýtingu og forþjöppu og viðbragðsgóður rafmótor MG EHS Plug-in Hybrid skila koltvísýringslosun upp á aðeins 43 g/km og eldsneytisnotkun upp á aðeins 1,8 l/100 km. 16,6 kWh rafhlaðan skilar 52 km drægi á rafmagni samkvæmt WLTP-prófunum. Saman skila þessi þættir sér í mun lægri rekstrarkostnaði MG EHS Plug-in Hybrid.
Tíu þrepa rafdrifseining
Fjórir gírar rafmótorsins og sex gírar vélarinnar vinna snurðulaust saman til að skila samfelldu aflúttaki. Skilvirknihlutfallið er yfir 94% og viðbragðstíminn er innan við 0,2 sekúndur.
Ný hugvitsamleg hybrid-stjórntölva
Glæný hybrid-stjórntölvan getur greint orkuþörfina eftir akstursskilyrðum og því næst reiknað út dreifingu afls og stillt stöðu rafhlöðunnar. Mestu máli skiptir þó að hún lærir inn á aksturslag ökumannsins og notar þær upplýsingar til að ákvarða afldreifingu. Því meira sem þú ekur því meira veit bíllinn.
Framsækin rafræn tækni
MG EHS Plug-in Hybrid erfir einnig framsækna rafræna tækni MG-rafbílanna, þar á meðal viðbragðsgóðan mótor með olíukælingu og afkastamikla CATL-rafhlöðu með vökvakælingu.
Dráttargeta
Saman bjóða öflugur mótorinn og bensínvélin upp á frábæra dráttargetu. MG EHS Plug-in Hybrid getur dregið allt að 1500 kg.
Fyrir þig
Annars stigs (L2) hálfsjálfvirkur akstursbúnaður býður upp á örugga og þægilega akstursupplifun.
MG EHS Plug-in Hybrid ber þær afgerandi línur og búnað sem einkennir góða bíla.
Hrífandi rennileg hönnun
Tígullaga grill, 18" sportfelgur (staðalbúnaður í Luxury) og miðlína vísa öll til fallegrar hönnunar.
Sportlegt innanrými
Þriggja arma D-laga stýri, gatað leðuráklæði með rauðum saumum og sportsæti gefa fyrirheit um mikil afköst.
Ljós
Tígullaga LED-ljós með tveimur litum, raðlýst stefnuljós og 64 lita stemningslýsing undirstrika einstaka eiginleika bílsins.
Lífið er betra þegar vel fer um þig. Þess vegna taka augljós þægindi á móti þér þegar þú opnar dyrnar og rennir þér í mjúk sæti MG EHS Plug-in Hybrid.
Mjúk efni
Nánast allt sem þú snertir í MG EHS Plug-in Hybrid við akstur er mjúkt viðkomu! Leðruðu sætin, leðurklætt stýri og leðurklætt mælaborð bjóða upp á einstaka upplifun.
Rými
Rúmgóð og farangursgeymsla og stillanleg önnur sætaröð með glasahaldara og geymsluhólfi í armpúða í aftursæti.
Rafknúinn afturhleri
Hugvitsamlegur rafknúinn afturhleri, stýrð opnun og lokun er alltaf í boði.
Þakgluggi
Þú opnar hann og nýtur sólskinsins og umhverfishljóðanna!
Excellent NVH performanceFramúrskarandi vörn gegn hávaða og titringi
MG EHS Plug-in Hybrid er að 95% þakinn hljóðeinangrandi efni sem vinnur gegn hávaða og titringi. Þegar algert hljóð er í bílnum er upplifunin eins og að sitja í tónleikasal. Þegar tónlist er spiluð skola hljóðbylgjurnar þér upp á strendur hinnar fullkomnu akstursánægju.
Lofthreinsikerfi
PM2,5-sía MG EHS Plug-in Hybrid getur síað frá skaðlegar agnir, svo sem frjókorn og tilteknar veirur, til að tryggja heilsusamlegt andrúmsloft í farþegarýminu.
Stafrænt ökumannsrými býður upp á meiri upplýsingar um bílinn.
12,3" sýndarmælaborð
"12,3"" sýndarmælaborð vinnur með snertiskjánum til að birta meiri upplýsingar og mismunandi akstursstillingar á skjánum."
10,1" fljótandi skjár
10,1" fljótandi skjár með stafrænu DAB-útvarpi, leiðsögn og Android Auto/Carplay tryggir að þú ert með allt sem þú þarft í seilingarfjarlægð.
MG EHS
Plug-in Hybrid
- 12,3" sýndarmælaborð
- Gervileður á sætum
- Halógen-aðalljós með hæðarstillingu
- Leiðsögn /snjallsíma- tenging (Apple Carplay og Android Auto)
- 10,1" snertiskjár í lit
- Hiti í framsætum
- Tveggja svæða hita- og loftstýring og loftkæling
- Bakkmyndavél með sjálfvirkum leiðsagnarlínum
MG EHS
Plug-in Hybrid
Til viðbótar við Comfort-pakka
- Sportfótstig úr áli
- Þakgluggi
- Leðurlíkis sport sæti
- Premium útlit á hurðarspjöldum
- Stemningslýsing
- Rafknúinn afturhleri
- LED-aðalljós með hæðar-stillingu
- Raðlýst stefnuljós að aftan
Tæknilýsing




Myndirnar sem sýndar eru hér eru eingöngu ætlaðar til skýringar og geta verið frábrugðnar stöðluðum útbúnaði fyrir hverja gerð. Engin réttindi er hægt að fá af myndunum. MG áskilur sér rétt til að breyta gerðum, litum og tækjum án fyrirvara og án skyldu til að breyta bílum sem þegar eru á markaði. Við áskiljum okkur rétt til að breyta verði vöru okkar hvenær sem er án fyrirvara.