Leyfissamningur notanda

LEYFISSAMNINGUR NOTANDA (EULA)

Eftirfarandi skilmálar eiga við um notkun þína á iSMART-smáforritinu („smáforritinu“) og þeim eiginleikum móttakarans sem eru innbyggðir í bílinn þinn („móttakara“) og eiga samskipti við eða er stjórnað af smáforritinu (sem í sameiningu nefnast „þjónusta“) í boði SAIC Motor Europe BV, hlutafélagi sem starfar samkvæmt hollenskum lögum, með höfuðstöðvar í Oval Tower, 15. hæð, De Entree 159, 1101 HE Amsterdam, Hollandi („SAIC“). Með því að samþykkja þennan leyfissamning samþykkir þú eftirfarandi leyfisskilmála:

 1. ÞJÓNUSTA: SAIC lætur þér þjónustuna í té til að gera kleift að nota tiltekna eiginleika SAIC-bílsins þíns, t.d. fjarstýringu fyrir eiginleika bílsins, aukna leiðsöguþjónustu, raddstýringu fyrir margmiðlunar- og leiðsögukerfi og aðgang að þjónustu þriðja aðila („þjónusta þriðja aðila“). Til að geta notað þjónustuna, þ.m.t. þjónustu þriðja aðila, þarftu að tengja smáforritið við móttakarann.

 2. FYRIRSVAR: Ef þú kemur fram fyrir hönd vinnuveitanda þíns eða (annars) þriðja aðila („aðila sem nýtur fyrirsvars“) er þessi leyfissamningur gerður milli viðkomandi aðila sem nýtur fyrirsvars og SAIC. Jafnframt samþykkir þú að aðilinn sem nýtur fyrirsvars ber ábyrgð á að þú farir að þessum leyfissamningi sem og að SAIC getur einnig framfylgt þessum leyfissamningi gagnvart þér með beinum hætti.

 3. LEYFISVEITING: Þér er látin þjónustan í té á afturkræfum, óframseljanlegum, almennum og gjaldfrjálsum grundvelli. Þér er eingöngu heimilt að nota þjónustuna í einkaþágu og/eða í þágu aðilans sem þú ert í fyrirsvari fyrir (þegar við á), einkum í því skyni að setja smáforritið upp í endabúnaði og að nota smáforritið eingöngu ásamt móttakaranum. Ef hvers kyns hugbúnaður er látinn í té sem hluti af þjónustunni er þér aðeins heimilt að nota slíkan hugbúnað á tvíundarformi og þú átt ekki rétt á að fá frumkóðann. Ef uppfærslur eða viðbætur við þjónustuna eru sóttar eða gerðar aðgengilegar fyrir þig heyrir notkun á uppfærslunum eða viðbótunum undir þennan leyfissamning nema aðrir skilmálar gildi um uppfærslurnar eða viðbæturnar. SAIC áskilur sér öll önnur réttindi sem ekki eru veitt sérstaklega í þessari efnisgrein.

 4. ÖRYGGI: Þjónustan er eingöngu ætluð til að veita upplýsingar og þjónustu í tengslum við bílinn þinn og er ekki ætluð til notkunar sem öryggistæki og getur ekki varað þig við allri hættu sem fylgir bílnotkun. Af þessum sökum ber þér að sýna aðgát og gæta öryggis við meðhöndlun bílsins (með því að sinna umhirðu hans vel). Það er á þína ábyrgð að nota þjónustuna ekki með þeim hætti að það beini athygli þinni frá því að gæta öryggis í akstri.

 5. UPPFÆRSLUR OG BREYTINGAR Á ÞJÓNUSTUNNI OG ÞESSUM SKILMÁLUM: SAIC áskilur sér rétt til að afturkalla, uppfæra, breyta og bæta við þjónustuna, með eða án fyrirvara. SAIC er heimilt að breyta þessum leyfissamningi að því tilskildu að breytingarnar séu sanngjarnar fyrir þig. SAIC mun tilkynna þér um breytingar tímanlega áður en þær taka gildi með tilkynningu með tölvupósti og/eða tilkynningu í gegnum þjónustuna. Ef þú leggur ekki fram skrifleg andmæli gegn breytingunum (t.d. með tölvupósti) innan eins mánaðar frá því tilkynningin berst og heldur áfram að nota þjónustuna samþykkir þú þar með breytingarnar. SAIC mun upplýsa þig sérstaklega um þessar afleiðingar í tilkynningunni.

 6. TAKMARKANIR: Leiga, útlán, opinber kynning, flutningur eða útsending eða hvers kyns önnur dreifing á þjónustunni er þér óheimil. Þú munt ekki, og munt ekki leyfa neinum öðrum að, afrita eða breyta þjónustunni eða neinum hluta hennar eða vendismíða, bakþýða eða baksmala þjónustunni nema slíkt sé óhjákvæmilegt til að setja smáforritið upp á endabúnaði og til að afla nauðsynlegra upplýsinga til að koma á rekstrarsamhæfi við utanaðkomandi forrit. Þú mátt ekki nota þjónustuna í tengslum við hvers kyns ólöglega, sviksamlega, óheiðarlega eða ósiðlega starfsemi eða háttsemi og/eða nota þjónustuna til að geyma eða senda skaðlegan kóða, raska heilleika eða afköstum þjónustunnar eða reyna að fá aðgang að þjónustunni og/eða hvers kyns kerfum eða netkerfum sem tengjast henni í leyfisleysi. Þér ber að halda innskráningarupplýsingum þínum leyndum fyrir öðrum, nema gagnvart fulltrúum þínum sem nota þjónustuna fyrir þína hönd sem aðila sem nýtur fyrirsvars.

 7. EIGNARHALD: Öll hugverkaréttindi sem tengjast þjónustunni eru í eigu SAIC og/eða birgja þess.

 8. TAKMÖRKUÐ ÁBYRGÐ: Þú staðfestir að þjónustan hefur ekki verið þróuð til að uppfylla einstaklingsbundnar þarfir þínar og að það er því á þína ábyrgð að tryggja að búnaður og eiginleikar þjónustunnar uppfylli þarfir þínar. SAIC lætur þjónustuna í té „eins og hún kemur fyrir“ og ábyrgist því ekki og getur ekki ábyrgst að þjónustan verði óslitin eða villulaus. Einkum skal hafa í huga að útreikningsvillur geta komið upp við notkun hugbúnaðar og kerfis sem geta meðal annars stafað af umhverfisskilyrðum á staðnum og/eða ófullnægjandi gögnum. SAIC ábyrgist ekki að þjónustan sé samhæf við önnur kerfi, tæki eða vörur (t.d. hugbúnað eða vélbúnað).

 9. TAKMÖRKUN Á BÓTAÁBYRGÐ: Heildarábyrgð SAIC skal ávallt takmarkast við 110.000 Bandaríkjadali í hverju tilviki fyrir sig. Að því marki sem þessari takmörkun er ekki framfylgt skal heildarábyrgð SAIC takmarkast við þá upphæð sem vátryggjendur þess greiða í raun út vegna tjóns sem er valdið. Að því marki sem þessari takmörkun er ekki framfylgt ber SAIC ábyrgð á tjóni í samræmi við ákvæði laga. Ef um er að ræða brot gegn skuldbindingum eða skyldum – óháð lagagrundvelli – skal SAIC í slíkum tilvikum bera ábyrgð á ásetningi og vísvitandi gáleysi. Í öllum öðrum tilvikum, og með fyrirvara um vægari reglur um bótaábyrgð samkvæmt lagaákvæðum, skal SAIC aðeins bera ábyrgð: (i) á tjóni sem hlýst af banaslysum, líkams- eða heilsutjóni, og (ii) á tjóni sem tekja má til brots gegn efnislegri samningsskuldbindingu (skuldbindingu sem verður að uppfylla til þess að efna samninginn og þú treystir reglulega á eða kannt að treysta á að sé uppfyllt); í þessu tilviki skal bótaábyrgð hins vegar takmarkast við bætur vegna fyrirsjáanlegs, dæmigerðs tjóns. Ofangreindar takmarkanir á bótaábyrgð gilda einnig ef um er að ræða brot af hálfu einstaklinga sem SAIC ber ábyrgð á samkvæmt lögum. Takmarkanir á bótaábyrgð gilda ekki ef gert hefur verið ráð fyrir ábyrgðum. Þetta hefur ekki áhrif á skaðsemisábyrgð. Bótaábyrgð vegna galla sem eru þegar fyrir hendi þegar leyfissamningurinn er gerður er undanskilin. Ef þú, eða aðilinn sem þú ert í fyrirsvari fyrir, ert ekki neytandi fyrnast allar kröfur eftir eitt ár.

 10. SKILMÁLAR FORRITAVEITU: Ef þú færð aðgang eða hleður smáforritinu niður í gegnum forritaveitu þriðja aðila getur þriðji aðilinn sem starfrækir forritaveituna sett fram viðbótarskilmála sem þú samþykkir. Ekkert í þessum leyfissamningi skal túlka þannig að það takmarki slíka viðbótarskilmála, einkum skilmála Apple Media Services og þjónustuskilmála Google Play. Í samræmi við 10. lið í leiðbeiningum um lágmarksskilmála leyfissamnings þróunaraðila frá Apple, skal Apple og dótturfélögum Apple, sem þriðju aðilum, vera heimilt – en ekki skylt – að framfylgja ákvæðum þessa leyfissamnings gagnvart þér samkvæmt samningi í þágu þriðja aðila að þessum leyfissamningi.

 11. ÞJÓNUSTA ÞRIÐJA AÐILA: SAIC ber ekki ábyrgð á innihaldi þjónustu þriðja aðila, einkum tenglum í þjónustu þriðja aðila, eða hvers kyns breytingum eða uppfærslum á þjónustu þriðja aðila sem miðlað er af þjónustunni eða með öðrum hætti. SAIC býður þér eingöngu upp á þessa tengla og aðgang að þjónustu þriðja aðila til hægðarauka og það að tengill eða aðgangur sé innifalinn felur ekki í sér viðurkenningu á þjónustu þriðja aðila af hálfu SAIC eða þriðja aðila. Öll notkun þín á slíkri þjónustu þriðja aðila og það hvernig þú notar slíka þjónustu þriðja aðila skal vera á þína ábyrgð og þína áhættu. Þú ábyrgist að þú munir nota slíka þjónustu þriðja aðila í samræmi við skilmála þriðja aðila eftir því sem við á.

 12. GILDISTÍMI: Þessi leyfissamningur gildir í óákveðinn tíma. Þú getur sagt leyfissamningnum upp með því að eyða notandareikningnum þínum. SAIC áskilur sér rétt til að hætta að bjóða upp á þjónustuna eða rifta þessum leyfissamningi með þriggja mánaða fyrirvara. Með fyrirvara um önnur réttindi kann SAIC að rifta leyfissamningnum umsvifalaust ef þú brýtur gegn einhverjum skilmálum hans. Þetta hefur ekki áhrif á réttindi til að rifta leyfissamningnum af viðeigandi ástæðum. Þau ákvæði þessa leyfissamnings sem eðli málsins samkvæmt er ætlað að gilda eftir riftun verða áfram í gildi eftir að leyfissamningnum er rift.

 13. SALA Á BÍLNUM: Ef þú selur bílinn er þér skylt að endurstilla móttakarann og eyða öllum gögnum sem þar eru geymd áður en þú afhendir bílinn nýjum eiganda.

 14. SAMNINGURINN FELUR EKKI Í SÉR SKYLDUR EÐA RÉTTINDI FYRIR ÞRIÐJA AÐILA: Þessi leyfissamningur er gerður á milli þín og SAIC og felur ekki í sér skyldur eða réttindi fyrir þriðja aðila, einkum að því er varðar ábyrgð, bótaábyrgð, viðhald og þjónustu.

 15. YFIRLÝSING UM AÐ ÚTFLUTNINGSTAKMARKANIR SÉU EKKI FYRIR HENDI: Þú ábyrgist og lýsir því yfir að þú sért ekki búsett(ur) í eða staðsett(ur) í neinu landi sem fellur undir viðskiptabann bandarískra stjórnvalda eða sem bandarísk stjórnvöld skilgreina sem „land sem styður hryðjuverkamenn“ og að þú sért ekki á neinum lista bandarískra stjórnvalda yfir aðila sem bann eða takmarkanir gilda um.

 16. SJÁLFSTÆÐI EINSTAKRA GREINA: Teljist einhver hluti þessa leyfissamnings vera ógildur eða óframfylgjanlegur munu aðrir hlutar leyfissamningsins halda gildi sínu að fullu.

 17. LAGAVAL OG VARNARÞING: Um samning þennan gilda hollensk lög (að undanskildum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja). Ef þú gerir þennan leyfissamning í tilgangi sem heyrir að mestu leyti ekki undir viðskipti, rekstur eða starfsgrein þína (sem neytandi) má þetta lagaval hins vegar ekki hafa í för með sér að þú missir þá vernd sem þú nýtur samkvæmt ófrávíkjanlegum lögum landsins þar sem þú hefur fasta búsetu. Ef þú ert ekki neytandi skal héraðsdómur Amsterdam, Hollandi, hafa lögsögu á fyrsta dómstigi til að leysa úr öllum ágreiningi milli þín og SAIC sem rís í tengslum við leyfisamninginn milli þín og SAIC.

Útgáfa: 10.2021