Við eigum langa
sögu að baki

MG hefur verið á undan sinni samtíð allt frá upphafi þegar vörumerkið var stofnað í bílskúr Morris árið 1924. Nú geta kynslóðir okkar tíma valið bíl frá þessu sögufræga vörumerki; endurfæddan, rafmagnaðan og tilbúinn til framtíðar.

image

Sjálfbær akstur

MG mun bjóða breiða línu sjálfbærra rafbíla og nýorkubíla fyrir Evrópubúa. Þeir verða hannaðir og framleiddir sérstaklega fyrir þá; einstakar óskir þeirra og langanir.

image

Fyrir alla

MG er að gera rafknúinn akstur aðgengilegan fyrir alla sem ungir eru í hjarta og tilbúnir til að tileinka sér rafmagnað líf.

image

Byrjaðu rafmagnað lífið með MG!

MG aðstoðar þig til að hefja rafknúinn samgöngumáta þinn með vel hannaðri, tæknivæddri og umhverfismeðvitaðri akstursupplifun sem er í senn hagnýt, örugg og á viðráðanlegu verði.

image

Í Evrópu fyrir Evrópubúa

MG er hannaður með Evrópubúa í huga sem bjóðast nú sjálfbærir, flottir og hagnýtir bílar á viðráðanlegu verði. MG er þróaður í hönnunardeild MG í Shanghai í samstarfi við háþróaða hönnunarstofu í London, framleiddur í Kína og nú þegar fáanlegur í ýmsum löndum Evrópu.

Móðurfélag MG

Móðurfélag MG er SAIC Motor (Shanghai Automobile Industry Corporation) sem er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims og sá fyrsti í Kína með árlega sölu yfir sjö milljónum eintaka. Meðal dótturfyrirtækja SAIC Motor eru Morris Garages (MG), Roewe og Maxus, en einnig SAIC Volkswagen, SAIC-GM og fleiri.

image

Olympique Lyon

Og síðan í júní 2021 er MG Motor einnig opinber samstarfsaðili og opinber bílaframleiðandi Olympique Lyon. Þetta fræga franska knattspyrnufélag var stofnað árið 1899 og leikur í Ligue 1. Olympique Lyon er eitt af toppliðum Evrópu. Frá árinu 2016 hefur félagið leikið leiki sína á Parc Olympique Lyonnais sem tekur 59.186 í sæti. Olympique Lyon er ungt í hjarta sem félag og hefur næmt auga fyrir framförum og sjálfbærni.

image

Rafmagnað ævintýri er framundan.

MG Motor á Ítalíu gerist styrktaraðili ítalska körfubolta landsliðsins.

Við erum stolt að styðja bæði stelpurnar og strákana í ítalska körfuboltanum á svo mikilvægum tíma í 100 ára sögu samtakanna samhliða því að MG undirbýr sig fyrir sitt aldarafmæli árið 2024.

Við deilum gildum um ástríðu, eldmóð og seiglu með þessum íþróttamönnum. Við eigum það sameiginlegt að setja okkur metnaðarfull markmið og höfum vilja til að vaxa enn frekar. Við getum ekki beðið eftir því að byrja að spila!