FRAMÚRSKARANDI DRIFKRAFTUR:
MG Í HEILA ÖLD

Fá vörumerki eiga sér jafn tilkomumikla sögu og MG. Allt frá árinu 1924 hefur MG framleitt bíla sem fólk elskar að aka.

Í gegnum árin hefur MG framleitt margan bílinn sem skartað hefur tímalausri fegurð. Enn byggjum við á næstum einnar aldar gamalli sígildri breskri hönnun í bland við nýjustu tæknilausnir í hverri einustu gerð sem við framleiðum.

Breskur stíllinn sem einkennir MG er enn auðgreinanlegur á þeim bílum sem við framleiðum í dag, allt frá aðalljósum í stíl við London Eye til innanrýmis með evrópsku yfirbragði.

MG er þekkt fyrir akstursíþróttaeinkenni bílanna sinna sem enn er ofið inn í hönnun nýrra bíla fyrirtækisins, svo sem hinn sígilda MGB og eftirtektarverða Cyberster.

image
1924

MG 14/28

Uppruni MG-sportbílanna

MG byrjaði sem sportbíladeild hjá Morris Cars. Bílarnir náðu fyrst athygli almennings árið 1924 með fyrstu gerðinni í línunni: MG 14/28, sem náði 65 mílna hámarkshraða á klukkustund.

Þessir bílar komu MG á kortið sem eftirlætismerki á meðal áhugamanna um sportbíla.

image
1925

The Old Number One

Minni, hraðari og skemmtilegri í akstri

Cecil Kimber hjá Morris Garages í Oxford sagði skilið við starf sitt sem sölumaður og hóf vinnu við draumsýn sína: að smíða minni og hraðari bíla sem væru skemmtilegir í akstri. Hann bjó til fyrsta MG-sportbílinn: Old Number One.

image
1929

Litli MG M-Type bíllinn

Sportbíll fyrir almenning

M-Type er fyrsti „sportbíllinn fyrir almenning“ frá MG. Hann sýnir vel framsækni MG. Hann er hraðskreiður, skemmtilegur í akstri og á hagstæðu verði. Bíllinn naut þegar í stað mikilla vinsælda.

image
1933

MG K3 Magnette

MG slær öllum við

MG K3 Magnette vann Mille Miglia-kappaksturinn, sem var einn sá erfiðasti í heiminum á þeim tíma. George Eyston og Johnny Luriani voru fyrsta liðið utan Ítalíu til að vinna kappaksturinn í flokki 1100 cc bíla.

image
1945

Litli MG TC-bíllinn

Sá svali

Fyrirtækið setti á markað MG TC-bílinn með alls konar svölum búnaði og græjum. MG framleiddi fleiri en 10.000 TC-bíla. Þannig hófst æði Bandaríkjamanna fyrir breskum sportbílum.

image
1953

MG ZA Magnette

Ár hins sígilda Magnette

Upphaflega vakti MG ZA Magnette nokkra furðu. Traust afköst hans og fyrsta flokks búnaður gerðu hann þó að uppáhaldi allra áður en langt um leið.

image
1955

MGA

Straumlínulagaður MG fyrir framtíðina

MG undirbýr sportbílalínuna sína fyrir bílaáhugamenn nútímans með nýrri 1498 cc vél og rennilegri straumlínulögun sem leggur grunninn að spennandi framleiðslu þar sem yfir 100.000 MGA-bílar seljast á sjö árum.

image
1957

MG EX181

Methafar

MG náði nýjum hæðum á tímabilinu 1954–1959 með tveimur nýjum methöfum.

EX181, einnig þekktur sem „the Roaring Raindrop“, náði nýjum methraða, 395,31 km/klst., á Bonneville-saltsléttunni undir stjórn hins goðsagnakennda ökuþórs Sir Stirling árið 1957. Bíllinn sló svo eigið met tveimur árum síðar og náði þá 410,23 km/klst. með F1-ökumanninn Phil Hill undir stýri.

image
1962

MGB

Sá söluhæsti

Opni MGB-sportbíllinn var söluhæsti MG-bíllinn áratugum saman. Segja má að hann sé fyrsti nútímabíll MG, þar sem hann var fyrsti MG-bíllinn með sjálfberandi yfirbyggingu. Hann náði 100 km/klst. úr kyrrstöðu á aðeins 11 sekúndum og seldist í meira en 500.000 eintökum.

image
1973

MGB GT V8

Margur er knár, þótt hann sé smár

Sem hluti af breska fyrirtækinu Leyland hafði MG aðgang að margvíslegum vélum, eins og 3,5 lítra Rover V8-vélinni. Lítill bíll með mikið afl reyndist vera afar vinsæl samsetning.

image
1982

MG Metro

Stærðin skiptir ekki alltaf máli

Eftir að Abingdon lagði upp laupana töldu margir að dagar MG væru taldir. Svo var ekki. MG kom tvíeflt til baka og setti á markað hinn skemmtilega og netta MG Metro. Hann á sér enn stóran aðdáendahóp.

image
1993

MG RV8

Endurfædd goðsögn

Á 9. áratug síðustu aldar jukust vinsældir MGB sem og annarra sígildra bíla. Enn á ný var áþreifanleg eftirspurn eftir sportbílum. Árið 1993 sneri MGB aftur í formi MG RV8, opins sportbíls með 3,9 lítra V8-vél.

image
1995

MGF

Sá svali endurfæddur

MGF var fyrsti nýi MG-sportbíllinn frá árinu 1962. Mikil eftirvænting ríkti fyrir komu bílsins á markað. Hér var á ferðinni framsækinn bíll: með miðlæga vél og gasfjöðrun. Og fólk elskaði hann: Hann varð fljótt vinsæll um víða veröld.

image
2009

MG6

Endurkoma með fersku yfirbragði

Nýi MG6 GT-bíllinn var fjögurra dyra Hatchback með gott jafnvægi milli sportbílaarfleifðar MG og nútímalegrar hönnunar. MG6 GT og Magnette gáfu forsmekkinn að fagurfræði nýrrar kynslóðar MG-bíla.

image
2011

MG3

Nýir tímar, nýjar kröfur.

Með framsýnina að leiðarljósi, eins og alltaf, gerði MG sér grein fyrir þörfinni á persónulegum stíl. Því kynnti MG til sögunnar MG3, sem bauð neytendum að taka þátt í hönnun bílanna með ítarlegum valkostum um sérsnið. MG3 vakti aftur athygli bílakaupenda um allan heim á MG.

image
2012

MG5

Samruni hönnunar og krafts

MG5 kom, sá og sigraði, sem einstaklega nettur bíll með gullfallegt ytra byrði og innanrými, auk frábærrar fjögurra strokka 1,5 lítra „VTi-Tech“ bensínvélar.

image
2012

MG6 GT BTCC

Sigurvegarinn

Jason Plato, einn sigursælasti ökuþór í sögu kappaksturs á hliðarrúðulausum blæjubílum í Bretlandi, ók MG 6 GT-bílnum og sneri svo aftur í BTCC tíu árum síðar til að styðja MG-liðið til sigurs í sex kappaksturskeppnum og fimm einstaklingskeppnum.

image
2015

MG GS

Fyrsti SUV-bíllinn

MG hefur ávallt verið í fararbroddi þegar kemur að nýjungum og þar er MG GS, fyrsti SUV-bíllinn frá MG, engin undantekning. Aukin lipurð þýddi að bíllinn lá jafn vel á vegum og í torfærum.

image
2017

MG ZS

Með tengingu

MG ZS kom á markaðinn árið 2017. Fyrsta gerð MG með nettengingu naut fljótt vinsælda um allan heim. Hann hefur verið seldur í fleiri en 40 löndum og er að nálgast 800 þúsund seld eintök á sex árum. Rafbílsútfærslan MG ZS EV kom á markað árið 2018.

image
2017

MG E-Motion hugmyndabíllinn

Fegurð og E-Motion

Glæsilegur E-Motion hugmyndabíllinn er rafbíll sem hannaður var til að ná 100 km/klst. úr kyrrstöðu á innan við fjórum sekúndum og bjóða upp á rúmlega 500 km drægi. Þar fer MG-bíll sem vekur athygli.

image
2018

MG X-Motion hugmyndabíllinn

Dásamlegur og dýrslega öflugur

MG X-Motion fylgdi hönnunarstefnu MG um áhrifaríkan hreyfanleika sem kynnt var til sögunnar í E-Motion. Hér var á ferðinni dásamlegur og dýrslega öflugur bíll. MG HS SUV-bíllinn sem kom á markað sama ár varð framleiðslugerð MG X-Motion hugmyndabílsins.

image
2019

MG ZS EV

Fjölskylduvænn

MG ZS EV er fjölskylduvænn, rafknúinn og mjög skemmtilegur í akstri. MG SUV-bíllinn kom á markað á meginlandi Evrópu árið 2019.

image
2021

MG Cyberster-hugmyndabíllinn

Opinn framtíðarsportbíll

Við kynnum MG Cyberster, tveggja sæta rafknúinn sportbíl sem sækir innblástur til sígildra opinna sportbíla MG, en sem er jafnframt stútfullur af nýjum hátæknibúnaði, þ.m.t. gagnvirku leikjasvæði í ökumannsrýminu og 5G-tengimöguleikum. Drægi á rafmagni er um 800 km og hann fer úr kyrrstöðu í hundraðið á innan við þremur sekúndum.

image
2022

MG7

Glæsilegur fólksbíll

Árið 2022 svipti MG hulunni af stærsta fólksbílnum sínum hingað til – MG7, sem er flottur fimm dyra sportbíll. Hér tvinnast mjúklega saman rými og íburðarmikill stíll.

image
2022

MG4 Electric

Sístækkandi fjölskylda rafbíla

Árið 2022 höfðu fimm MG-gerðir sem ganga fyrir nýjum orkugjöfum litið dagsins ljós á meginlandi Evrópu, og þar er Hatchback-rafbíllinn MG4 Electric nýjasta viðbótin við MG-fjölskylduna.

image
2024

Við eigum meira inni

Arfleifð til framtíðar

MG er með góða kjölfestu í arfleifð sinni sem ávallt hefur byggst á framtíðarsýn og nýjungum og mun halda áfram að byggja á þessari arfleifð sinni til að þróa bíla sem hreyfa við fólki.