Website

Með þessari persónuverndaryfirlýsingu er það ætlun SAIC Motor Europe B.V. (hér eftir „MG Motor“ eða „við/okkar“) að upplýsa þann/þá sem það safnar, notar og geymir (öðru nafni: vinnur) persónuupplýsingar frá í gegnum almenna vefsvæðið www.mgmotor.eu og sérstök kynningarvefsvæði.Viðkomandi getur verið viðskiptatengdur aðili, söluaðilar, stjórnendur, fulltrúar, mögulegir viðskiptavinir / viðskiptavinir og fulltrúar þeirra, starfsfólk og/eða hluthafar, eftir því sem við á. MG Motor skal flokkast sem ábyrgðaraðili gagna við slíka vinnslu. Í þessari yfirlýsingu notum við orðið „þú“ til að vísa til hvers þess aðila sem yfirlýsingin nær til.

Önnur þjónusta á vegum MG Motor kann að falla undir annars konar persónuverndaryfirlýsingu.

1. Persónuupplýsingar sem við söfnum

Persónuupplýsingar eru allar upplýsingar sem tengjast auðkenndum og persónugreinanlegum einstaklingi. Við notum persónuupplýsingar til að reka fyrirtækið, bjóða upp á þjónustu, gera samninga og verja hagsmuni okkar. Við vinnum persónuupplýsingar í tengslum við almenna vefsvæðið og sérstök vefsvæði ef þú lætur okkur þær í té eða þegar við söfnum þeim frá þér, til dæmis í gegnum samskipti þín við okkur eða þegar þú notar almenna vefsvæðið eða sérstakt vefsvæði.

Upplýsingarnar sem við vinnum um þig, á grunni tilgangs vinnslu hverju sinni, kunna að innihalda:

 1. fornafn og eftirnafn;
 2. heiti fyrirtækis;
 3. símanúmer;
 4. netfang;
 5. heimilisfang, borg og land;
 6. gögn sem tengjast búnaðinum þínum, s.s. IP-tala (þessar upplýsingar eru ekki alltaf flokkaðar sem persónuupplýsingar);
 7. gögn sem tengjast þeirri gerð sem þú velur, aukahlutum og reynsluakstri;
 8. gögn sem tengjast notkun þinni á almenna vefsvæðinu eða sérstöku vefsvæði;

Afhending tiltekinna persónuupplýsinga er áskilin til að við getum veitt þér þjónustu okkar. Ef þú veitir ekki persónuupplýsingar sem merktar eru sem áskildar á almenna vefsvæðinu eða sérstöku vefsvæði getum við hugsanlega ekki veitt þér þjónustu okkar.

2. Aðgangur að persónuupplýsingum

Aðgangur að persónuupplýsingunum þínum er takmarkaður. Innan fyrirtækis okkar hefur aðeins það starfsfólk aðgang að persónuupplýsingum sem þarf á þeim að halda starfs síns vegna.

Í sumum tilvikum deilum við persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum. MG Motor kann að deila persónuupplýsingunum þínum með:

 1. deildum innan fyrirtækisins sem tengjast vinnslu viðskipta/samskipta sem þú tengist – beint eða óbeint – svo sem fjárhagsdeild, söludeild, markaðsdeild eða rekstrardeild;
 2. viðskiptavinum, birgjum eða þjónustuveitendum MG Motor, sem gegna hlutverki gagnavinnsluaðila eða ábyrgðaraðila gagna, svo sem hýsiþjónustu, þjónustuveitendum upplýsingaþjónustu og utanaðkomandi ráðgjöfum, endurskoðendum og lögfræðingum;
 3. eftirlitsaðilum og öðrum opinberum aðilum, til að uppfylla lagaskyldur;
 4. þriðju aðilum sem tengjast viðskiptum (svo sem samruna eða yfirtöku) í tengslum við að rekstur okkar (eða hluti hans) er seldur eða yfirfærður;
 5. innlendum innflutningsaðilum til að verða við beiðni um upplýsingar eða skipuleggja reynsluakstur;
 6. innlendum söluaðilum til að verða við beiðni um upplýsingar, leggja fram tilboð samkvæmt beiðni eða skipuleggja reynsluakstur.

Við flytjum persónuupplýsingar þínar til þeirra þriðju aðila sem taldir eru upp hér að ofan eingöngu í þeim tilgangi sem útskýrður er í þessari persónuverndaryfirlýsingu, og eingöngu upp að því marki sem er leyft samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum.

Þriðju aðilar sem við flytjum persónuupplýsingar þínar til eru sjálfir ábyrgir fyrir því að fara eftir viðeigandi gagnaverndarlögum, nema þeir gegni hlutverki gagnavinnsluaðila fyrir okkar hönd. Við berum ekki ábyrgð á eða skaðabótaskyldu gagnvart því hvernig viðkomandi þriðju aðilar fara með persónuupplýsingarnar þínar eða hvort þeir fara eftir viðeigandi gagnaverndarlögum, svo fremi sem þeir teljast vera aðskildir ábyrgðaraðilar gagna.

3. Flutningur persónuupplýsinga á milli landa

Sem stendur flytjum við ekki persónuupplýsingar til aðila sem eru utan Evrópska efnahagssvæðisins. Komi aftur á móti til þess að við flytjum persónuupplýsingar þínar út fyrir Evrópska efnahagssvæðið munum við tilkynna þér það fyrirfram. Að því loknu munum við grípa til viðeigandi öryggisráðstafana til að tryggja viðeigandi vörn.

4. Lagalegur grundvöllur vinnslu okkar

Samkvæmt gagnaverndarlögum megum við vinna persónuupplýsingar svo fremi sem það er gert á grunni einnar eða fleiri lagalegra forsendna um vinnslu. Þær eru:

 • Samþykki – Samþykki þitt, þar sem þess er krafist samkvæmt lögum.
 • Samningur – Vinnslan er nauðsynleg til að hægt sé að uppfylla samning við þig / fyrirtækið þitt eða til að verða við beiðni þinni áður en samningur er undirritaður.
 • Lagaleg skuldbinding – Vinnslan er nauðsynleg til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar.
 • Í þágu almennings – Vinnslan er nauðsynleg til að framkvæma verk í þágu almennings.
 • Lögmætir hagsmunir – Vinnslan er nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna okkar eða þriðja aðila. Við, eða þriðji aðili, höfum lögmæta hagsmuni af því að halda rekstri okkar gangandi, stýra honum og stjórna á skilvirkan og réttan máta og vinna gögnin þín í tengslum við þá hagsmuni. Þessir hagsmunir ná meðal annars til upplýsingatækniöryggis og eftirlits með viðskiptum/samskiptum, svo sem tilboðum, reynsluakstri og markaðssetningu. Gögnin þín verða ekki unnin samkvæmt þessu ef hagsmunir þínir, réttindi og frelsi hnekkja hagsmunum okkar eða þriðja aðila.
 • Grundvallarhagsmunir – Þegar vinnsla er nauðsynleg til að verja grundvallarhagsmuni þína (eða annarra) og þú ert ófær um að veita samþykki þitt. Þetta er eingöngu mögulegt í algerum undantekningartilvikum, á borð við læknisfræðileg neyðartilvik.

5. Tilgangur og lagalegur grunnur fyrir vinnslu persónuupplýsinga

MG Motor vinnur persónuupplýsingar í þeim tilgangi sem lýst er hér að neðan. Eins og útskýrt er hér að ofan kann vinnsla í þessu samhengi að ná til flutnings til þriðju aðila og/eða út fyrir Evrópska efnahagssvæðið. Öðru hvoru kunnum við að birta sérstakar tilkynningar með (viðbótar)upplýsingum um tiltekna vinnslu eða áætlanir sem við tökum upp.

TilgangurLegal basis
Undirbúningur og/eða stofnun og viðhald viðskiptatengsla við þig eða fyrirtækið sem þú ert fulltrúi fyrir.
Contract
Legitimate interests
Að bregðast við beiðnum þínum um upplýsingar eða fyrirspurnum.
Contract
Legitimate interests
Viðhald efnislegs öryggis og öryggis kerfa og upplýsingatækni, þar á meðal öryggis vefsvæðis okkar.
Contract
Legitimate interests
Greining á notkun vefsvæðis okkar, þar á meðal smellum og öðrum gögnum sem tengjast notkun vefsvæðisins, að mestu í gegnum Google Analytics.
Legitimate interests
Viðskipti/áreiðanleikakönnun fyrirtækis. Persónuupplýsingar þínar kunna að verða afhentar mögulegum kaupanda eða fjárfesti í tengslum við mögulegan samruna eða yfirtöku.
Legitimate interests
Úrlausn ágreinings, vörn í dómsmálum, reglufylgni.
Legal obligation
Legitimate interests
Public interest
Upplýsingagjöf til þín um nýjan MG ZS, óskir þú eftir henni, með því að veita okkur upplýsingar um netfangið þitt, nafn og búsetuland.
Consent (if applicable)
Legitimate interests
Afhending bæklinga og markaðssetningarupplýsinga eða auglýsinga til þín eða fyrirtækis þíns í gegnum netfang, póst eða síma. Leitað verður eftir fyrirframgefnu samþykki þínu, að því marki sem viðeigandi lög krefjast.
Consent (if applicable)
Legitimate interests

Við nýtum okkur ekki sjálfvirka ákvarðanatöku án mannlegrar aðkomu þegar hún hefur áhrif á skráða einstaklinga.


6. Réttindi þín

Okkur ber skylda til að upplýsa þig um réttindi þín:

 1. réttur til aðgangs, sem merkir að þú getur farið fram á að fá upplýsingar um persónuupplýsingar sem við vinnum um þig;
 2. réttur til leiðréttingar persónuupplýsinganna þinna;
 3. réttur til eyðingar persónuupplýsinga um þig;
 4. réttur til takmörkunar á vinnslu;
 5. réttur til flutnings eigin gagna, sem merkir að þú hefur rétt til að fá persónuupplýsingar þínar afhentar á skipulegu og algengu tölvulesanlegu sniði, og að þú hefur rétt til að flytja viðkomandi gögn til annars ábyrgðaraðila;
 6. réttur til að andmæla tiltekinni vinnslu;
 7. réttur til að leggja fram kvörtun um vinnslu okkar á persónuupplýsingum hjá viðeigandi eftirlitsyfirvaldi – komi til þess að þú sért óánægð(ur) með viðbrögð okkar við beiðni þinni eða umkvörtun;
 8. réttur til að afturkalla samþykki þitt, að því marki sem slíkt er leyfilegt.

Þú getur nýtt þér réttindi þín, að frátöldu (vii), með því að senda okkur beiðni með samskiptaupplýsingunum sem er að finna í þessari persónuverndaryfirlýsingu, að því marki sem þér eru veitt slík réttindi í viðeigandi lögum.

7. Varðveislutímabil

Við geymum ekki persónuupplýsingar þínar lengur en nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem fjallað er um í þessari persónuverndaryfirlýsingu, nema að því marki sem lög eða reglugerðir kveða á um. Hafðu í huga að lög kunna að krefjast þess að við geymum persónuupplýsingar frá þér (hvort sem er beint eða óbeint) í tiltekinn tíma eftir að viðkomandi upplýsingar eru fallnar úr gildi, í tengslum við skattamál eða viðskiptalagaákvæði.

8. Breytingar á þessari persónuverndaryfirlýsingu

Við kunnum að breyta eða uppfæra þessa persónuverndaryfirlýsingu öðru hverju, til að tryggja að upplýsingarnar í henni séu réttar. Þú færð tilkynningar um slíkar breytingar ef okkur ber skylda til þess.

9. Fyrirspurnir

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi þessa persónuverndaryfirlýsingu og/eða vinnslu persónuupplýsinga þinna skaltu hafa samband: DPO@saicmotor.eu.